„Vorum með þetta í okkar höndum“

Jónatan Magnússon
Jónatan Magnússon Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Þetta var frekar köflótt í kvöld. Sumir hlutir fínir og aðrir ekki eins góðir og ég sit uppi frekar svekktur yfir töpuðu stigi,“ sagði niðurlútur þjálfari KA, Jónatan Magnússon, eftir að hafa gert 24:24 jafntefli við Selfoss á útivelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

KA-menn höfðu fjögurra marka forskot þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þeim tókst ekki að skora það sem eftir lifði leiks og köstuðu frá sér sigrinum.

„Mér fannst við vera með leikinn en við spiluðum þetta frá okkur. Við vorum að reyna að vera skynsamir á lokakaflanum. Það var mikið óðagot á okkur í byrjun leiks en við náðum að róa okkur og gerðum vel seinni hlutann af fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við mjög fínir lengst af og með góða markvörslu, þannig að ég hefði vilja nýta það betur. Ég er svekktur með það hvernig síðustu fimm mínúturnar fóru því við vorum með þetta í okkar höndum,“ sagði Jónatan ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert