Skoraði sex gegn samherja sínum í landsliðinu

Elvar Örn Jónsson stendur vörn á EM í byrjun árs …
Elvar Örn Jónsson stendur vörn á EM í byrjun árs á meðan Viktor Gísli Hallgrímsson fylgist með í markinu. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Skjern og GOG skildu jöfn, 31:31, þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum. 

Elvar Örn Jónsson átti góðan leik hjá Skjern og skoraði sex mörk úr níu skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði níu skot í markinu hjá GOG og var með 23 prósenta markvörslu. 

GOG hefur farið vel af stað og voru stigin í dag þau fyrstu sem liðið tapar. Er GOG í öðru sæti með sjö stig, einu stigi frá Aalborg sem er með fullt hús stiga.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem er með fullt hús stiga. Skjern er í áttunda sæti með þrjú stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert