Framarar stöðvuðu norðanmenn

Hart barist í Framhúsinu í dag.
Hart barist í Framhúsinu í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fram vann 26:22-sigur á KA í Framhúsinu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni í dag. KA var taplaust í sex leikjum í röð og í þriðja sæti deildarinnar er liðið mætti í Safamýrina.

Framarar gerðu jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik en KA vann sigur á Haukum. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin í Safamýrinni í dag en Framarar voru yfir í hálfleik, 14:12. Áki Egilsnes átti verulega öflugan fyrri hálfleik í KA-liðinu, skoraði fimm mörk fyrir hlé.

Framarar hótuðu því að stinga af í upphafi síðari hálfleiks, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og komust í 17:12 forystu. KA svaraði því með fjórum mörkum í röð og var leikurinn hnífjafn um tíma. Áki Egilsnes átti erfitt uppdráttar í síðari hálfleik og skoraði aðeins tvö mörk en Patrekur Stefánsson var drjúgur og skoraði alls fimm fyrir KA liðið.

Framarar færðu sig hins vegar aftur upp á skaftið eftir því sem leið á leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur heimamanna með átta mörk og þá var Lárus Helgi Ólafsson frábær í marki Fram, varði 17 skot, þar af eitt vítakast.

Fram er nú með 12 stig í níunda sæti deildarinnar en KA er í 3. sæti með 14 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 26:22 KA opna loka
90. mín. Stefán Darri Þórsson (Fram) skoraði mark Fallegt skot af gólfnu í þann mund sem fyrri hálfleikur klárast.
mbl.is