Sextán sem fara til Slóveníu

Karen Knútsdóttir kemur aftur inn í landsliðið en hún missti …
Karen Knútsdóttir kemur aftur inn í landsliðið en hún missti af leikjunum í undankeppni HM í mars. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið endanlegan sextán manna hóp fyrir fyrri umspilsleikinn um sæti á HM gegn Slóveníu sem fram fer í Ljubljana á laugardaginn.

Karen Knútsdóttir er með á ný en hún komst ekki með liðinu í leikina þrjá í undankeppninni sem fram fóru í Norður-Makedóníu í síðasta mánuði.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (2/0)

Aðrir leikmenn:

Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19)
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (22/19)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (39/32)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (40/79)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Valur (22/41)
Mariam Eradze, Valur (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)
Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (43/55)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert