Sérlega sætur sigur

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnar sigrinum gegn Serbíu innilega.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnar sigrinum gegn Serbíu innilega. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Auðvelt var að samgleðjast landsliðskonunum í handknattleik þegar sigurinn gegn Serbíu í undankeppni EM var í höfn á Ásvöllum á sunnudaginn. Þær brostu nánast á milli húsa í Hafnarfirði þegar hljóðið heyrðist sem gefur til kynna að 60 mínútur séu liðnar á leikklukkunni í húsinu.

Auðvitað sparar íþróttafólk ekki brosið þegar sigrar vinnast, hvað þá í keppni við aðrar þjóðir. En maður fékk á tilfinninguna að þessi fremur óvænti sigur hafi verið sérlega sætur fyrir landsliðskonurnar. Liðið hefur farið í gegnum erfiða tíma á síðustu árum. Af og til hefur það fengið slæma skelli gegn sterkum andstæðingum á útivelli. Nú síðast þrettán marka tap í Svíþjóð nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Serbíu.

Við aðstæður sem þessar getur verið erfitt að rífa liðið upp. Sjálfstraustið verður væntanlega mjög takmarkað eftir mörg stór töp. Alla vega brothætt. Landsliðskonurnar fara ef til vill ómeðvitað að tengja landsliðsverkefni við neikvæða upplifun. Sigurinn gegn Serbíu gæti því reynst mikilvægur af ýmsum ástæðum.

Bakvörð Kristjáns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert