Gekkst undir aðra aðgerð á hné

Sveinn Jóhannsson á æfingu með íslenska landsliðinu í nóvember síðastliðnum.
Sveinn Jóhannsson á æfingu með íslenska landsliðinu í nóvember síðastliðnum. mbl.is/Unnur Karen

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs.

Í samtali við Handbolta.is kvaðst Sveinn hafa þurft að gangast undir aðra aðgerð þann 16. maí síðastliðinn þar sem ekki hafi tekist að laga allt sem þurfti í fyrri aðgerðinni í lok janúar.

Hefur hann ekkert getað æft eða spilað handbolta á árinu vegna meiðslanna.

Sveinn er bjartsýnn á að vera orðinn leikfær í ágúst eða september á þessu ári en hann skiptir um félag í sumar.

Samningur Sveins við SönderjyskE í Danmörku er að renna sitt skeið og er hann búinn að semja við Erlangen í þýsku 1. deildinni, þar sem goðsögnin Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert