Frestað í Breiðholti

Elmar Erlingsson í þann mund að skora í fyrri leik …
Elmar Erlingsson í þann mund að skora í fyrri leik ÍBV og ÍR í deildinni í haust. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leik ÍR og ÍBV, sem átti að fara fram í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Breiðholti í dag hefur verið frestað.

Samkvæmt tilkynningu frá HSÍ hefur mótanefnd sambandsins ákveðið að fresta leiknum vegna óvissu með siglingar milli lands og eyja næstu daga.

Nýr leiktími verður auglýstur síðar.

Leik ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna, sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í gær, var einnig frestað af sömu ástæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert