Missir af undanúrslitaleiknum

Sime Vrsaljko.
Sime Vrsaljko. AFP

Sime Vrsaljko hægri bakvörður króatíska landsliðsins í knattspyrnu missir af leik sinna manna gegn Englendingum þegar liðin mætast í undanúrslitunum á HM á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu á miðvikudagskvöldið.

Vrsaljk, sem leikur með spænska liðinu Atletíco Madrid, er meiddur í hné en hann þurfti að hætta leik eftir sjö mínútna leik í framlengingunni í viðureign Króata og Rússa í átta liða úrslitunum á laugardagskvöldið.

Líklegt er að Vedran Corluka taki stöðu Vrsaljko í byrjunarliðinu líkt og hann gerði í leiknum á laugardaginn.

mbl.is