FIFA skoðar annað myndband af Vida (myndskeið)

Domagoj Vida.
Domagoj Vida. AFP

FIFA er nú með til skoðunar annað myndskeið af króatíska landsliðsmanninum Domagoj Vida sem tekið var eftir sigurinn gegn Rússum í átta liða úrslitum HM í knattspyrnu um síðustu helgi.

Ognj­en Vu­koj­evic, sem hefur verið í njósnarateymi Króata, birti mynd­band af sér og Vida eft­ir sig­ur­inn á Rúss­um þar sem þeir kölluðu m.a. „lifi Úkraína!“ Skila­boðin voru póli­tísk þar sem illt er á milli Úkraínu og Rússa vegna bar­áttu um Krímskaga. Vida slapp með aðvörun vegna at­viks­ins en króatíska knattspyrnusambandið baðst afsökunar ákvað að reka Vu­koj­evic heim.

Nú er FIFA með til rannsóknar annað myndskeið af Vida. Ekki er vitað hvar það er tekið en á því sést hann drekka bjór og segja; „Förum á barinn, ég borga þegar ég kem. Lifi Úkraína, Belgrade brennur.“

Hann er þar að vísa til til kráar í Kiev sem heitir Belgrade. Við hlið Vida í myndskeiðinu er Ivica Olic aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins sem sendir kveðjukoss eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.


Ekki er víst að Vida sleppi aftur við aðvörun frá FIFA og svo gæti farið að hann yrði úrskurðaður í leikbann fyrir undanúrslitaleikinn á móti Englendingum sem fram fer í Moskvu annað kvöld.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert