HM í dag: Lið Hollands

Virgil van Dijk er fyrirliði og lykilmaður í varnarleik Hollendinga.
Virgil van Dijk er fyrirliði og lykilmaður í varnarleik Hollendinga. AFP/Alberto Pizzoli

Hollendingar eru mættir til leiks á heimsmeistaramót karla í fótbolta í ellefta skipti.

Holland sigraði Senegal 2:0 í fyrstu umferðinni, gerði 1:1 jafntefli við Ekvador í annarri umferð og sigraði Katar 2:0 í þriðju umferð. Í 16-liða úrslitum vann Holland sigur á Bandaríkjunum, 3:1.

Holland er í áttunda sæti á heimslista FIFA, í sjötta sæti af Evrópuþjóðum. Holland lék fyrst á HM 1934 og 1938, datt þá út í 16-liða úrslitum í bæði skiptin. Holland komst ekki aftur í lokakeppni fyrr en 1974 og 1978 þegar liðið komst í úrslitaleik tvisvar í röð en varð að sætta sig við silfurverðlaunin í bæði skiptin eftir ósigra gegn gestgjafaþjóðunum, Vestur-Þýskalandi og Argentínu. Holland fékk líka silfur árið 2010 eftir tap gegn Spánverjum í úrslitaleik og hlaut bronsverðlaunin á HM í Brasilíu árið 2014. Þá urðu Hollendingar fjórðu árið 1998 en féllu út í 16- og 8-liða úrslitum 1990, 1994 og 2006.

Holland komst á HM með því að vinna sinn undanriðil og fékk 23 stig gegn Tyrklandi, Noregi, Svartfjallalandi, Lettlandi og Gíbraltar.

Fyrirliðinn Virgil van Dijk frá Liverpool er fremstur í flokki hjá Hollendingum enda einn besti varnarmaður heims undanfarin ár. Memphis Depay hefur verið landsliðinu drjúgur og er næstleikjahæstur í sögu þess með 42 mörk. Hann þarf þó að skora átta mörk á HM til að jafna markamet Robins van Persie. Hollandsmeistarar Ajax eiga sjö leikmenn í hópnum.

Hinn 71 árs gamli Louis van Gaal í góðum gír …
Hinn 71 árs gamli Louis van Gaal í góðum gír á æfingu hollenska liðsins fyrir HM. AFP/Alberto Pizzoli

Síðustu leikir Hollendinga voru í september þegar þeir unnu Belga 1:0 og Pólverja 2:0 í Þjóðadeildinni en þar eru þeir komnir í fjögurra liða úrslit.

Hinn þrautreyndi Louis van Gaal stýrir hollenska liðinu en hann tók við því í þriðja sinn í ágúst 2021. Hann var áður með það 2000-01 og 2012-14 þegar það náði bronsinu á HM í Brasilíu. Van Gaal er 71 árs og stýrði Manchester United 2014-16 en áður Bayern München, AZ Alkmaar, Barcelona og Ajax og er með fjölda verðlaunapeninga í safninu. Hann vann m.a. Meistaradeildina með Ajax árið 1995.

LIÐ HOLLANDS:

Markverðir:
1 Remko Pasveer, 39 ára, Ajax, 2 leikir
13 Justin Bijlow, 24 ára, Feyenoord, 6 leikir
23 Andries Noppert, 28 ára, Heerenveen, nýliði

Varnarmenn:
2 Jurriën Timber, 21 árs, Ajax, 10 leikir
3 Matthijs de Ligt, 23 ára, Bayern München (Þýskalandi), 38 leikir, 2 mörk
4 Virgil van Dijk, 31 árs, Liverpool (Englandi), 49 leikir, 6 mörk
5 Nathan Aké, 27 ára, Manchester City (Englandi), 29 leikir, 3 mörk
6 Stefan de Vrij, 30 ára, Inter Mílanó  (Ítalíu), 59 leikir, 3 mörk
16 Tyrell Malacia, 23 ára, Manchester United (Englandi), 6 leikir
17 Daley Blind, 32 ára, Ajax, 94 leikir, 2 mörk
22 Denzel Dumfries, 26 ára, Inter Mílanó (Ítalíu), 37 leikir, 5 mörk
25 Jeremie Frimpong, 21 árs, Leverkusen (Þýskalandi), nýliði

Miðjumenn:
11 Steven Berghuis, 30 ára, Ajax, 39 leikir, 2 mörk
14 Davy Klaassen, 29 ára, Ajax, 35 leikir, 9 mörk
15 Marten de Roon, 31 árs, Atalanta (Ítalíu), 30 leikir
20 Teun Koopmeiners, 24 ára, Atalanta (Ítalíu), 10 leikir, 1 mark
21 Frenkie de Jong, 25 ára, Barcelona (Spáni), 45 leikir, 1 mark
24 Kenneth Taylor, 20 ára, Ajax, 2 leikir
26 Xavi Simons, 19 ára, PSV Eindhoven, nýliði

Sóknarmenn:
7 Steven Bergwijn, 25 ára, Ajax, 24 leikir, 7 mörk
8 Cody Gakpo, 23 ára, PSV Eindhoven, 9 leikir, 3 mörk
9 Luuk de Jong, 32 ára, PSV Eindhoven, 38 leikir, 8 mörk
10 Memphis Depay, 28 ára, Barcelona (Spáni), 81 leikur,  42 mörk
12 Noa Lang, 23 ára, Club Brugge (Belgíu), 5 leikir, 1 mark
18 Vincent Janssen, 28 ára, Antwerp (Belgíu), 20 leikir, 7 mörk
19 Wout Weghorst, 30 ára, Besiktas (Tyrklandi), 15 leikir, 3 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert