Egyptar eiga góða möguleika

Ahmed Elahmar tekur vítakast fyrir Egypta í leiknum í kvöld.
Ahmed Elahmar tekur vítakast fyrir Egypta í leiknum í kvöld. AFP

Egyptar eru komnir í góða stöðu til að komast í átta liða úrslit heimsmeistaramóts karla í handknattleik á sínum heimavelli eftir sannfærandi sigur á Hvít-Rússum í milliriðli fjögur í Kaíró í kvöld.

Staðan í hálfleik var 21:14 fyrir Egyptana og þeir náðu fljótlega tíu marka forystu í seinni hálfleiknum. Lokatölur urðu 35:26.

Egyptar eru nú með 6 stig á toppi riðilsins. Svíar og Rússar eru með 5 stig, Slóvenar 4, Hvít-Rússar 2 en Norður-Makedóníumenn eru án stiga. Svíar og Slóvenar mætast í algjörum lykilleik riðilsins klukkan 19.30 og þá verður ein umferð eftir þar sem Egyptar mæta Slóvenum og Svíar mæta Rússum.

Egyptaland: Ahmed Elahmar 8, Mohamed Mamdouh 6, Ahmed Hesham 5, Yehia Elderaa 3, Wisam Nawar 2, Hassan Kaddah 2, Ali Zein 2, Mohammad Sanad 2, Ibrahim Elmasry 1, Omar Elwakil 1, Akram Yousri 1, Seif Elderaa 1, Yahia Omar 1.

Hvíta-Rússland:  Mikita Vailupau 4, Aleh Astrashapkin 3, Artsem Karalek 3, Vadim Gayduchenko 3, Andrei Yurynok 3, Artsiom Kulak 2, Aliaksandr Padshyvalau 2, Kiryl Samoila 2, Artsiom Selviasiuk 2, Uladzislau Kryvenka 1, Uladzislau Kulesh 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert