„Pabbi var víst helvíti góður“

„Þetta var eitthvað sem maður hafði sett stefnuna á frá því að maður var ungur,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2017 gegn Svíþjóð en hann er lykilmaður í liðinu í dag.

„Maður ólst upp við að horfa á Arnór, Snorra og Óla vera aðalkallana,“ sagði Gísli Þorgeir.

„Ég ólst ekki upp við að horfa á pabba en maður hafði séð eitthvað af honum, ekki nóg samt, því af þeim klippum sem ég hef séð af honum var hann víst helvíti góður,“ bætti Gísli Þorgeir við en faðir hans er Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik.

Gísli Þorgeir er í aðalhlutverki í sjötta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert