Sigurinn á Nýja-Sjálandi - myndasyrpa

Ísland fékk óskabyrjun á heimsmeistaramótinu í íshokkí í gærkvöld þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 4:0, í fyrsta leik A-riðils 2. deildar í Skautahöllinni í Laugardal.

Íslenska liðið steig þar stórt skref í átt til þess að halda sæti sínu en framundan eru leikir gegn fjórum sterkum þjóðum sem reiknað er með að sláist um efstu sætin. Ísland leikur næst við Serbíu í kvöld klukkan 20.00 í Laugardalnum en Serbar töpuðu 2:5 fyrir Eistum í gær.

Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins, var í Skautahöllinni í gærkvöld og í myndarammanum hér að ofan er að finna á þriðja tug mynda sem hann tók í leik Íslands og Nýja-Sjálands.

mbl.is