Dómurum þykir nóg komið

Dómarar standa í ströngu í kappleikjum í íshokkí.
Dómarar standa í ströngu í kappleikjum í íshokkí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skorað var á stjórn Íshokkísambands Íslands að fordæma þau atvik þegar veist er að dómurum í leik eða utan hans en það eru dómararnir sjálfir sem hafa sett hnefann í borðið. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍHÍ.

Stjórnin fékk afhent bréf frá dómaranefnd sambandsins þar sem farið er yfir þau atvik þar sem á einhvern hátt er veist að dómara eða honum ógnað í leikjum í vetur. Þar kemur fram að dómurum þyki nóg komið og skorað var á stjórn að beita sér í málinu.

Á stjórnarfundi var samþykkt að dómar og úrskurðir vegna síendurtekinna atvika verði hertir. Þá var einnig samþykkt að taka upp atvik að nýju sem áttu sér stað fyrr í vetur og senda það til úrskurðar Aganefndar, þrátt fyrir að aðvörun hafi þegar verið send út til félaga vegna umrædds atviks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert