Helgi Jónas hættur með Grindvíkinga

Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson mbl.is/Eggert

Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur störfum sem þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur í körfuknattleik karla en frá þessu er skýrt á vef Grindvíkinga.

Þar kemur fram að Helgi hafi óskað eftir því að hætta störfum vegna anna í vinnu. Sagt er að allir skilji í bróðerni, gífurleg ánægja hafi verið með störf Helga, enda árangurinn stórkostlegur. Engin ákvörðun hafi verið tekið um eftirmann hans.

mbl.is