Sverrir Þór tekur við Keflavík

Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. mbl.is/Eggert

Sverrir Þór Sverrisson, fyrrum þjálfari Grindavíkur og kvennaliðs Njarðvíkur, mun stýra liði Keflavíkur út leiktíðina í Dominos-deild kvenna. Samkomulag þess efnis var gert í kvöld og greinir karfan.is frá því.

Sverrir er öllum hnútum kunnugur í þjálfaraheiminum en hann hefur verið í fríi frá þjálfun síðan hann sagði skilið við Grindvíkinga á síðasta tímabili.  Sverrir gerði kvennalið Njarðvíkur að Íslands og bikarmeisturum leiktíðina 2011 og 2012 og stýrði svo Grindvíkingum að meistartitlum tvö ár í röð. 

Margrét Sturlaugsdóttir lét af störfum í gær, en Keflavík komst í dag áfram í undanúrslit bikarsins eftir sigur á Skallagrími. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar.

mbl.is