Allt skilið eftir á gólfinu

Valsmenn tryggðu sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Þór …
Valsmenn tryggðu sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Þór frá Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík svaraði heldur betur gagnrýninni sem hefur dunið á liðinu undanfarið þegar liðið vann glæsilegan sigur á KR í gærkvöldi. Eins og ég sagði í síðasta pistli þá er eina leiðin til að svara frammsitöðunni gegn Hetti að mæta í næsta leik gegn Íslandsmeistrunum og ná í „óvæntan“ sigur.

Maður hefur séð þetta gerast oft áður. Lið að mætast þar sem annað liðið er hátt uppi eftir frábæra frammistöðu í síðustu umferð og hitt langt niðri og mætir til að selja sig dýrt. Keflavíkurliðið lagði allt undir og skildi allt eftir á gólfinu í Vesturbænum og uppskar eftir því á meðan KR-ingar voru ískaldir fyrir utan 3ja stiga línuna.

Ég vil taka hatt minn ofan fyrir þeim Keflvíkingum sem mættu og studdu sitt lið og höfðu trú á liðinu þrátt fyrir vonbrigðin undanfarið. Með sigrinum er Keflavík svo gott sem búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og á möguleika á að færa sig ofar í töflunni þar sem Þór frá Þorlákshöfn tapaði gegn Val.

Höttur kvaddi Dominos-deild karla formlega í þessari umferð þrátt fyrir góða baráttu gegn öflugu liði Tindastóls. Það verður eftirsjá að Hetti í deildinni og vont að missa eina liðið af Austurlandi. Þá er nánast öruggt að Þórsarar frá Akureyri séu að kveðja deildina og fyrir mér er verulegur söknuður að þessum tveimur landsbyggðarliðum.

Benedikt Guðmundsson er körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins og fjallar í dag ítarlega um 19. umferð Dominos-deildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert