Boston stóðst árás LeBron James

LeBron James sækir að körfu Boston.
LeBron James sækir að körfu Boston. AFP

Boston Celtics er komið í 2:0 í einvíginu gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Boston hrósaði sigri á heimavelli 107:94 en þriðji leikur liðanna fer fram i Cleveland á sunnudaginn.

Jaylen Brown skoraði 23 stig fygir Boston, Terry Rozier 18 og Al Horford var með 15 stig og 10 fráköst. Sem fyrr var LeBron James allt í öllu í liði Cleveland. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var fimmti leikurinn í úrslitakeppnnni sem LeBron skorar 40 stig eða fleiri. Kevin Love skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 15 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert