Golden State tilbúið með sópinn

Kevin Durant að skora fyrir Golden State en hann skoraði …
Kevin Durant að skora fyrir Golden State en hann skoraði 43 stig í leiknum. AFP

Meistararnir í Golden State Warrirors eru tilbúnir með sópinn en þeir eru komnir í 3:0 í úrslitaeinvíginu við Cleveland  Cavaliers um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik.

Golden State hrósaði sigri í nótt 110:102 og getur tryggt sér meistaratitilinn í þriðja sinn á síðustu fjórum þegar liðin eigast við í fjórða úrslitaleiknum í Cleveland á sunnudaginn. Golden State komst í 3:0 í úrslitarimmu þessara sömu liða og í fyrra og vann einvígið 3:2. Engu liði hefur tekist að koma til baka í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3:0 undir.

Kevin Durant fór á kostum í liði meistaranna en aldrei hefur hann skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni. Durant skoraði 43 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Durant skoraði glæsilega þriggja stiga körfu undir lok leiksins, mjög líka þeirri sem hann skoraði í þriðja úrslitaleiknum í fyrra. Körfuna má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Stephen Curry skoraði 11 stig fyrir Golden State og fjórir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig.

„Það var ótrúlegt hvað hann gerði í kvöld,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State um Durant. „Sum þessara skota. Ég held að enginn í heiminum geti hitt úr þeim nema hann.“

Þreföld tvenna frá LeBron James dugði Cleveland skammt en LeBron skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kevin Love kom næstur með 20 stig og þá tók 13 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert