Terrell Vinson til Grindavíkur

Terrell Vinson í baráttunni við Pavel Ermolinskij síðasta vetur.
Terrell Vinson í baráttunni við Pavel Ermolinskij síðasta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikskappinn Terrell Vinson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Vinson lék með Njarðvík í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel.

Hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og var með 24 framlagspunkta að meðaltali í deildinni á síðustu leiktíð. Njarðvík féll úr leik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð.

mbl.is