Breytingar á körfuboltaliðunum í sumar

Sigtryggur Arnar Björnsson spilar í gulu í vetur.
Sigtryggur Arnar Björnsson spilar í gulu í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar KR fá Skallagrím í heimsókn, Tindastóll og Þór Þ. mætast, Breiðablik heimsækir Grindvíkinga og Valur og Haukar eigast við á Hlíðarenda. Hér má sjá þær hreyfingar sem orðið hafa á leikmönnum deildarinnar í sumar. 

HAUKAR

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson

Árangur 2017-18: 1. sæti, 17 sigrar og 5 töp. Töpuðu 3:1 fyrir KR í undanúrslitum.

Komnir:

Daði Lár Jónsson frá Keflavík

Adam Smári Ólafsson frá Vestra

Hamid Dicko frá Gnúpverjum

Matic Macek frá Slóveníu

Marques Oliver frá Þór Akureyri

Ívar Barja frá Fjölni

Kristinn Marinósson frá ÍR

Hilmar Smári Henningsson frá Þór Ak.

Farnir:

Emil Barja í KR

Hilmar Pétursson í Breiðablik

Finnur Atli Magnússon til Ungverjalands

Paul Anthony Jones til Stjörnunnar

Kári Jónsson til Barcelona

Breki Gylfason til Appalachian State

ÍR

Þjálfari: Borche Ilievski

Árangur 2017-18: 2. sæti, 16 sigrar, 6 töp. 3:1-tap gegn Tindastóli í undanúrslitum.

Komnir:

Matthew McClain frá Bandaríkjunum

Justin Martin frá Kýpur

Sigurður G. Þorsteinsson frá Grindavík

Benóný Svanur Sigurðsson, nýliði

Hafliði Jökull Jóhannesson, nýliði

Helgi Tómas Helgason, nýliði

Farnir:

Ryan Taylor, óvíst hvert

Sveinbjörn Claessen, hættur

Hjalti Friðriksson, hættur

Kristinn Marinósson í Hauka

Danero Thomas í Tindastól

TINDASTÓLL

Þjálfari: Israel Martin

Árangur 2017-18: 3. sæti, 16 sigrar og 6 töp. Tapaði 3:1 gegn KR í undanúrslitum.

Komnir:

Brynjar Þór Björnsson frá KR

Danero Thomas frá ÍR

Urald King frá Val

Dino Butorac frá Króatíu

Ragnar Ágústsson frá Þór Akureyri

Ólafur Björn Gunnlaugsson frá Val

Farnir:

Sigtryggur Arnar Björnsson í Grindavík

Antonio Hester til Bandaríkjanna

Björgvin H. Ríkharðsson í Skallagrím

Elvar Ingi Hjartarson í Selfoss.

KR

Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson

Árangur 2017-18: 4. sæti, 15 sigrar og 7 töp. Íslandsmeistarar eftir 3:1-sigur á Tindastóli í úrslitum.

Komnir:

Emil Barja frá Haukum

Dino Stipcic frá Króatíu

Julian Boyd frá Bandaríkjunum

Farnir:

Darri Hilmarsson, nám í Svíþjóð

Brynjar Þór Björnsson í Tindastól

Kendall Pollard til Bandaríkjanna

Marcus Walker til Bandaríkjanna

Kristófer Acox til Frakklands

Pavel Ermolinskij óákveðinn

NJARÐVÍK

Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson

Árangur 2017-18: 5. sæti, 13 sigrar og 9 töp. Tapaði 3:0 fyrir KR í 8-liða úrslitum.

Komnir:

Jeb Ivey frá Finnlandi

Ólafur Helgi Jónsson frá Þór Þorlákshöfn

Jón Arnór Sverrisson frá Keflavík

Garðar Gíslason frá Reyni Sandgerði

Julian Rajic frá Króatíu

Mario Matasovic frá Bandaríkjunum

Ólafur Helgi Jónsson frá Þór Þorlákshöfn

Adam Eiður Ásgeirsson frá Þór Þ.

Farnir:

Oddur Rúnar Kristjánsson í Val

Ragnar Ágúst Nathanaelsson í Val

Vilhjálmur Theodór Jónsson í Fjölni

Terrell Vinson í Grindavík

Ragnar Helgi Friðriksson, hættur

Brynjar Þór Guðnason, hættur

GRINDAVÍK

Þjálfari: Jóhann Þór Ólafsson.

Árangur 2017-18: 6. sæti, 13 sigrar og 9 töp. Tapaði 3:0 fyrir Tindastóli í 8-liða úrslitum.

Komnir:

Sigtryggur Arnar Björnsson frá Tindast.

Jordy Kupier frá Bandaríkjunum

Terrel Vinson frá Njarðvík

Michail Liapis frá Rúmeníu

Hlynur Hreinsson frá FSu

Farnir:

Rashad Whack frá Bandaríkjunum

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í ÍR

Ómar Sævarsson, hættur

STJARNAN

Þjálfari: Arnar Guðjónsson

Árangur 2017-18: 7. sæti, 11 sigrar og 11 töp. Tapaði 3:1 fyrir ÍR í 8-liða úrslitum.

Komnir:

Ægir Þór Steinarsson frá Spáni

Antti Kanervo frá Finnlandi

Paul Anthony Jones frá Haukum

Magnús Bjarki Guðmundsson, hættur

Farnir:

Bjarni Geir Gunnarsson í Breiðablik

Róbert Sigurðsson í Fjölni

Viktor Marinó Alexandersson í Álftanes

Óskar Þór Þorsteinsson, hættur

Marvin Valdimarsson í Álftanes

Darrell Combs til Englands

KEFLAVÍK

Þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson.

Árangur 2017-18: 8. sæti, 10 sigrar og 12 töp. 3:2-tap fyrir Haukum í 8-liða úrslitum.

Komnir:

Mantas Mockecicius frá Litháen

Gunnar Ólafsson frá Bandaríkjunum

Michael Craion frá Frakklandi

Farnir:

Ragnar Örn Bragason í Þór Þorlákshöfn

Hilmar Pétursson í Breiðablik

Daði Lár Jónsson í Hauka

Dominique Elliott til Makedóníu

ÞÓR Þ.

Þjálfari: Baldur Þór Ragnarsson.

Árangur 2017-18: 9. sæti, 9 sigrar, 13 töp.

Komnir:

Gintautas Matulis frá Litháen

Nick Tomsick frá Englandi

Kinu Rochford frá Englandi

Ragnar Örn Bragason frá Keflavík

Farnir :

Snorri Hrafnkelsson í Breiðablik

Ólafur Helgi Jónsson í Njarðvík

Adam Eiður Ásgeirsson til Njarðvíkur

DJ Balentine til Bandaríkjanna

Chaz Williams til Bandaríkjanna

Óli Ragnar Alexandersson, hættur

VALUR

Þjálfari: Ágúst Björgvinsson.

Árangur 2017-18: 10. sæti, 7 sigrar og 15 töp.

Komnir:

Oddur Rúnar Kristjánsson frá Njarðvík

Miles Wright frá Bandaríkjunum

Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Njarðv.

Aleks Simeonov frá Búlgaríu

Farnir:

Urald King í Tindastól

Elías Kristjánsson, hættur

Högni Egilsson, hættur

SKALLAGRÍMUR

Þjálfari: Finnur Jónsson.

Árangur 2017-18: Sigurvegari í 1. deild, 21 sigur og 3 töp.

Komnir:

Aundre Jackson frá Bandaríkjunum

Matej Buovac frá Króatíu

Björgvin H. Ríkharðsson frá Tindastóli

Bergþór Ægir Ríkharðsson frá Hetti

Davíð Ásgeirsson, byrjaður aftur

Farnir:

Darrell Flake frá Snæfelli

Aaron Parks frá Bandaríkjunum

Davíð Guðmundsson í Fjölni

Hjalti Ásberg Þorleifsson, hættur

Sumarliði Páll Sigurbergsson, hættur

Þorgeir Þorsteinsson, hættur

Atli Steinar Ingason, hættur

BREIÐABLIK

Þjálfari: Pétur Ingvarsson

Árangur 2017-18: 3. sæti í 1. deild, 17 sigrar og 7 töp. Vann Hamar 3:1 í úrslitaeinvígi um að komast upp.

Komnir:

Arnór Hermannsson frá KR

Hilmar Pétursson frá Haukum

Þorsteinn Finnbogason frá Grindavík

Snorri Hrafnkelsson frá Þór Þ.

Bjarni Geir Gunnarsson frá Stjörnunni

Þorgeir Freyr Gíslason frá Hamri

Christian Covile frá Snæfelli

Farnir:

Jeremy Smith til Englands

Chris Woods til Bandaríkjanna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert