Þrjú lið efst með fullt hús

Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði 15 stig fyrir Þór.
Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði 15 stig fyrir Þór.

Þrjú lið eru efst og jöfn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í 1. deild karla í körfubolta, en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Þór Ak., sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð, vann þægilegan 95:61-heimasigur á Selfossi. Damir Mijic skoraði 29 stig fyrir Þór og Ari Gylfason 21 fyrir Selfoss. 

Höttur vann 83:70-sigur á Snæfelli á útivelli. Andrée Fares Michelsson átti stórleik fyrir Hött og skoraði 37 stig. Deandre Mason skoraði 26 stig fyrir Snæfell og tók 13 fráköst. Höttur er með fullt hús stiga eins og Þór Ak., en Snæfell er án stiga, eins og Selfoss. 

Hamar er sömuleiðis með fullt hús stiga eftir 109:92-sigur á Sindra í Hveragerði. Everage Lee Richardson skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir Hamar og Barrington Stevens III skoraði 30 fyrir Sindra. 

Fjölnir náði í sinn fyrsta sigur er liðið heimsótti Vestra á Ísafjörð. Lokatölur urðu 101:92, Fjölni í vil. Anton Grady skoraði 25 stig og tók 17 fráköst fyrir Fjölni og Nebojsa Knezevic skoraði 30 fyrir Vestra. Bæði lið eru með tvö stig. 

Snæfell - Höttur 70:83

Stykkishólmur, 1. deild karla, 12. október 2018.

Gangur leiksins:: 4:7, 11:16, 15:25, 20:28, 22:29, 22:32, 26:39, 35:45, 35:53, 39:54, 46:57, 49:60, 55:64, 62:69, 66:72, 70:83.

Snæfell: Deandre Mason 26/13 fráköst, Dominykas Zupkauskas 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Darrell Flake 11/8 fráköst, Rúnar Þór Ragnarsson 5, Tómas Helgi Baldursson 4, Ellert Þór Hermundarson 2, Viktor Brimir Ásmundarson 2, Ísak Örn Baldursson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Höttur: Andrée Fares Michelsson 37, Charles Clark 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, David Guardia Ramos 12, Nökkvi Jarl Óskarsson 7, Pranas Skurdauskas 7/12 fráköst/3 varin skot, Ásmundur Hrafn Magnússon 2.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: .

Hamar - Sindri 109:92

Hveragerði, 1. deild karla, 12. október 2018.

Gangur leiksins:: 4:4, 10:12, 18:14, 21:22, 23:26, 31:29, 42:35, 47:44, 54:49, 60:58, 68:61, 74:65, 80:70, 88:80, 97:84, 109:92.

Hamar: Everage Lee Richardson 26/10 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 24, Dovydas Strasunskas 20, Florijan Jovanov 17/7 fráköst, Oddur Ólafsson 7/5 fráköst/10 stoðsendingar, Marko Milekic 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 5, Örn Sigurðarson 3, Mikael Rúnar Kristjánsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Sindri: Barrington Stevens III 30/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gísli Þórarinn Hallsson 26/8 fráköst, Kenneth Fluellen 22/6 fráköst, Hallmar Hallsson 10, Árni Birgir Þorvarðarson 2/6 fráköst, Sigurður Guðni Hallsson 2.

Fráköst: 15 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 2

Vestri - Fjölnir 92:101

Ísafjörður, 1. deild karla, 12. október 2018.

Gangur leiksins:: 4:5, 11:12, 20:22, 23:31, 28:36, 35:44, 46:50, 55:56, 60:62, 67:67, 71:71, 75:75, 78:79, 85:93, 88:95, 92:101.

Vestri: Nebojsa Knezevic 30/8 fráköst/8 stoðsendingar, André Huges 24/6 fráköst, Nemanja Knezevic 20/18 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Auðun Gunnarsson 6, Hugi Hallgrímsson 4/5 fráköst/3 varin skot, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Ingimar Aron Baldursson 3/10 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Anton Olonzo Grady 26/17 fráköst/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 17/5 fráköst, Srdan Stojanovic 15, Róbert Sigurðsson 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 9, Andrés Kristleifsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 8, Rafn Kristján Kristjánsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 1.001

Þór Ak. - Selfoss 95:61

Höllin Ak, 1. deild karla, 12. október 2018.

Gangur leiksins:: 8:6, 15:12, 25:20, 31:24, 33:28, 39:35, 46:38, 46:40, 54:40, 61:47, 67:50, 69:52, 71:54, 75:58, 85:61, 95:61.

Þór Ak.: Damir Mijic 29/12 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Larry Thomas 13/8 fráköst/11 stoðsendingar/3 varin skot, Júlíus Orri Ágústsson 12/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/6 fráköst, Róbert Orri Heiðmarsson 3, Bjarni Rúnar Lárusson 3.

Fráköst: 35 í vörn, 12 í sókn.

Selfoss: Ari Gylfason 21/8 fráköst, Michael E Rodriguez 14, Maciek Klimaszewski 6/7 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 5/4 fráköst, Adam Smari Olafsson 4, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Matej Delinac 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Ingi Hjartarson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 235

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert