Leikmaður í Dominos-deildinni féll á lyfjaprófi

Leikmaður í Dominos-deildinni í körfuknattleik féll nýlega á lyfjaprófi og gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann en RÚV hefur heimildir fyrir þessu og birtir frétt á vef sínum um málið.

Leikmaðurinn mun hafa fallið á lyfjaprófi sem var tekið á æfingu liðs hans um miðjan október. Samkvæmt reglum WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, er lágmarksrefsing fyrir fall á lyfjaprófi fjögurra ára bann og svigrúm lítið.

mbl.is