Jordan er harður húsbóndi (myndskeið)

Michael Jordan
Michael Jordan AFP

Michael Jordan, eigandi Charlotte Hornets, hefur enn ástríðu fyrir leiknum þótt hann sæki nú leiki borgaralega klæddur. Leikmaður liðsins, Malik Monk, fékk að finna fyrir óánægju eigandans eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.  

Tildrög atviksins eru þau að Monk fékk dæmda á sig tæknivillu í leik Charlotte og Detroit Pistons í NBA-deildinni. Leikmaðurinn virtist ekki sáttur við ákvörðun dómaranna en fékk ekki samúð hjá Jordan nema síður sé. Þeir virðast þó skilja sáttir eftir að Jordan lætur hann finna fyrir því. 

Michael Jordan þarf varla að kynna fyrir lesendum enda einn frægasti íþróttamaður allra tíma og sexfaldur NBA-meistari á leikmannaferli sínum. 

mbl.is