Stjarnan vann KR í úrvalsdeildarslag

Stjarnan er komin í átta liða úrslit.
Stjarnan er komin í átta liða úrslit. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Stjarnan hafði betur gegn KR á heimavelli í 16-liðaúrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta í dag, 82:64. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 15:15 tóku Stjörnukonur við sér og var staðan eftir fyrsta leikhluta 24:15

KR náði aldrei að jafna leikinn eftir það og var sigur Stjörnunnar sannfærandi. Danielle Rodríguez átti magnaðan leik og skilaði þrefaldri tvennu. Hún skoraði 24 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við 22 stigum. Kiana Johnson var stigahæst hjá KR með 16 stig. 

Í Njarðvík vann Skallagrímur sannfærandi 91:62-sigur á heimakonum. Skallagrímur komst í 7:0 og var ljóst frá fyrstu mínútu að úrvalsdeildarlið Skallagríms væri of sterkt fyrir Njarðvík, sem leikur í 1. deild. Bryesha Blair skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Maja Michalska bætti við 14 stigum. Kamilla Sól Viktorsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík. 

ÍR vann svo nauman 63:52-sigur á B-liði Keflavíkur á heimavelli. Leikurinn var jafn allan tímann en ÍR hafði að lokum betur eftir mikla spennu í lokin. Nína Jenný Kristjánsdóttir skoraði 15 stig fyrir ÍR og Eydís Eva Þórisdóttir gerði 19 fyrir Keflavík B. 

Njarðvík - Skallagrímur 62:91

Ljónagryfjan, Bikarkeppni kvenna, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 0:7, 3:11, 8:16, 17:20, 21:26, 21:32, 27:40, 31:49, 34:52, 37:57, 40:62, 42:71, 51:76, 53:84, 56:86, 62:91.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 9, Vilborg Jónsdóttir 9/7 fráköst, Svala Sigurðadóttir 8, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 4, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3/6 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Helena Rafnsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Bryesha Blair 17/8 fráköst/9 stolnir, Maja Michalska 14/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ines Kerin 12, Arna Hrönn Ámundadóttir 10, Shequila Joseph 8/10 fráköst/5 stolnir, Þórunn Birta Þórðardóttir 8, Árnína Lena Rúnarsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3.

Fráköst: 19 í vörn, 21 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 75

ÍR - Keflavík b 63:62

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Bikarkeppni kvenna, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 6:7, 13:13, 15:17, 17:21, 20:32, 27:36, 34:36, 36:36, 39:39, 43:45, 50:49, 50:52, 54:54, 54:57, 58:62, 63:62.

ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 25/8 fráköst, Birna Eiríksdóttir 11/5 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hrafnhildur Magnúsdóttir 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Marín Stefánsdóttir 5, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/11 fráköst, Bylgja Sif Jónsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Keflavík b: Eydís Eva Þórisdóttir 19/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 18/4 fráköst/6 stolnir, Lovísa Íris Stefánsdóttir 10, Eva María Davíðsdóttir 5, Hjördís Lilja Traustadóttir 4/6 fráköst/5 stolnir, Agnes María Svansdóttir 4, Eygló Nanna Antonsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 57

Stjarnan - KR 82:64

Mathús Garðabæjar höllin, Bikarkeppni kvenna, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 4:5, 8:9, 15:15, 24:15, 28:17, 32:19, 35:23, 40:30, 50:33, 55:38, 57:40, 61:49, 66:51, 71:55, 77:60, 82:64.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/11 fráköst/12 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 22/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 12/4 fráköst, Maria Florencia Palacios 11/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

KR: Kiana Johnson 16/8 fráköst/8 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 13, Orla O'Reilly 13/6 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 10/5 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 8, Vilma Kesanen 4.

Fráköst: 16 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 200

mbl.is