Nýr leikstjórnandi til KR-inga

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR-inga ræðir við sína menn.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR-inga ræðir við sína menn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar KR-inga í körfuknattleik karla hafa fengið nýjan leikmann sem mun spila með liðinu síðari hluta tímabilsins í Dominos-deildinni.

RÚV greinir því að leikstjórnandinn Mike DiNunno sé á leið til KR-inga. DiNunno er Bandaríkjamaður en hann er með ítalskt ríkisfang og má því spila á sama tíma og hinn bandaríski leikmaður KR-liðsins, Julian Boyd.

DiNunno er 28 ára og lék með háskólaliðum Northen Illinois og Eastern Kentucky en hélt svo í atvinnumennsku erlendis. Hann lék síðast með BC Beroe í Búlgaríu en þá hefur hann einnig verið á mála hjá Iraklis Thessaloniki í Grikklandi og Cheshire Phoenix í bresku deildinni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert