Fjölnir styrkti stöðu sína á toppnum

Fjölnir er á hraðri leið upp í úrvalsdeild kvenna.
Fjölnir er á hraðri leið upp í úrvalsdeild kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfuknattleik eftir 73:68-sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki í 14. umferð deildarinnar í kvöld. Fjölnisliðið byrjaði leikinn betur og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta en Tindastóli óx ásmegin í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 38:36, Fjölni í vil.

Fjölnir vann þriðja leikhluta með tíu stiga mun og þrátt fyrir ágætisframmistöðu í fjórða leikhluta tókst Tindastólsliðinu ekki að jafna metin og Fjölnir fagnaði fimm stiga sigri. Fjölnir er áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með 24 stig, og hefur fjögurra stiga forskot á Grindavík sem á leik til góða en Tindastóll er í sjötta sætinu með 10 stig.

Tindastóll - Fjölnir 68:73

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 18. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:6, 4:8, 9:11, 10:20, 14:22, 25:24, 28:29, 36:38, 40:42, 44:47, 49:51, 49:61, 55:65, 60:69, 60:70, 68:73.

Tindastóll: Tessondra Williams 27/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Lind Ágústsdóttir 14/4 fráköst, Erna Rut Kristjánsdóttir 8/4 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 7/10 fráköst/5 stoðsendingar, Valdís Ósk Óladóttir 6, Kristín Halla Eiríksdóttir 5/5 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Fjölnir: Anna Ingunn Svansdóttir 23, Fanney Ragnarsdóttir 14, Margret Osk Einarsdottir 11, Fanndís María Sverrisdóttir 9/11 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 6/11 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 6/11 fráköst/5 stoðsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir 4/20 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 27 í sókn.

Dómarar: Stefán Kristinsson, Pétur Guðmundsson.

Áhorfendur: 200

mbl.is