Vænleg staða hjá 76ers

Joel Embiid lék frábærlega með Philadelphia 76ers í kvöld.
Joel Embiid lék frábærlega með Philadelphia 76ers í kvöld. AFP

Philadelphia 76ers er komið í góða stöðu í einvígi sínu við Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir útisigur í fjórða leik liðanna í kvöld, 112:108.

Staðan er því orðin 3:1 fyrir 76ers sem geta nú gert út um einvígið á sínum heimavelli á þriðjudagskvöldið.

Kamerúninn hávaxni Joel Embiid átti stórleik fyrir 76ers en hann skoraði 31 stig, tók 16 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Tobias Harris skoraði 24 stig  og Ben Simmons 15.

Fyrir heimamenn í Brooklyn skoraði Caris LeVert 25 stig, Jarrett Allen og D'Angelo Russell 21 stig hvor.

mbl.is