Haukar fá nýjan leikmann

Ólöf Helga Páls­dótt­ir, þjálf­ari Hauka, ræðir við leikmenn sína.
Ólöf Helga Páls­dótt­ir, þjálf­ari Hauka, ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Hari

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samkomulagi við Brooke Wallace um að leika með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

Wallace er 22 ára miðherji og er 188 cm á hæð. Á síðustu leiktíð spilaði hún með Kentucky State University þar sem hún skoraði 13 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik.

„Með ráðningu Wallace er lið Hauka svo gott sem klárt fyrir baráttuna á komandi tímabili og er mikil eftirvænting fyrir næsta vetri,“ segir í fréttatilkynningu frá Haukum.

mbl.is