Haukur Helgi á toppnum í Evrópubikarnum

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans í rússneska körfuboltaliðinu UNICS Kazan höfðu betur gegn Germani Basket Brescia frá Ítalíu á heimavelli í Evrópubikarnum í dag, 77:63. 

Haukur skoraði þrjú stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik tryggði Kazan sér sigurinn með góðum seinni hálfleik. 

Rússneska liðið er á toppi riðilsins með fimm sigra eftir sex leiki. Brescia er í fjórða sæti með þrjá sigra og þrjú töp. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli fara áfram á næsta stig keppninnar. 

mbl.is