Maður leiksins í ótrúlegum sigri í Meistaradeildinni

Tryggvi treður boltaum á Ítalíu í kvöld.
Tryggvi treður boltaum á Ítalíu í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason var maður leiksins hjá spænska liðinu Casademont Zaragoza í ótrúlegum 93:91-útisigri á New Basket Brindisi frá Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. 

Ítalska liðið var yfir nánast allan leikinn en Zaragoza gafst ekki upp og skoraði að lokum sigurkörfuna þremur sekúndum fyrir leikslok. 

Tryggvi var með flesta framlagspunkta allra í spænska liðinu en hann skoraði 14 stig, tók níu fráköst, varði eitt skot og stal einum bolta á aðeins tæpum 17 mínútum. 

Með sigrinum tryggði Zaragoza sér toppsæti D-riðils og er liðið komið í 16-liða úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert