Meistararnir úr leik

Meistarar Toronto Raptors ganga af velli í nótt.
Meistarar Toronto Raptors ganga af velli í nótt. AFP

Boston Celtics er komið áfram í úrslit í úrslitakeppni vesturdeildarinnar í NBA í körfuknattleik eftir 92:87-sigur á meistaraliði Toronto Raptors í oddaleik í nótt.

Meistararnir knúðu fram oddaleik í fyrradag en í nótt var það lið Boston sem fagnaði eftir sterkan sigur þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Jason Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston, tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Boston mætir Miami Heat í úrslitum vesturdeildarinnar um sæti í úrslitum NBA-deildarinnar.

Þá hélt Denver Nuggets einvígi sínu gegn Los Angeles Clippers í undanúrslitunum í austurdeildinni á lífi eftir 111:105-sigur. Denver minnkaði þar með muninn í 3:2 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram. Jamal Murray skoraði 26 stig fyrir Denver og Nikola Jokic 22 ásamt því að taka 14 fráköst. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir Los Angeles en það dugði ekki til og mætast liðin í oddaleik annað kvöld.

mbl.is