Vilja losna við forkeppnir

Sigtryggur Arnar Björnsson í fyrri leiknum gegn Slóvökum.
Sigtryggur Arnar Björnsson í fyrri leiknum gegn Slóvökum. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Karlalandsliðið í körfuknattleik mætir á morgun Slóvakíu í forkeppni HM 2023 en leikið verður í Kósóvó. Þar mun Ísland einnig leika á móti Lúxemborg á laugardaginn en eins og gert var fyrir áramót eru liðin í riðlinum á sama stað í nokkra daga og útkljá nokkrar viðureignir. Á tímum heimsfaraldursins þykir það heppilegra fyrirkomulag en hið hefðbundna í undankeppnum.

Ísland er nú í forkeppni en í efsta sæti í sínum riðli þegar liðið á tvo leiki eftir gegn Slóvakíu og Lúxemborg. Ísland þarf að vinna annan leikinn til að komast áfram og fer þá í undankeppnina fyrir HM. Eftir að hafa komist tvívegis í lokakeppni EM, og kynnst umhverfinu á stórmótum, hallaði hratt undan fæti hjá landsliðinu og niðurstaðan varð sú að liðið er nú í forkeppni. Eftir velgengnina sem var um tíma vilja landsliðsmenn skiljanlega koma sér á betri stað í styrkleikaflokkum fyrir stórmót.

„Núna erum við til dæmis í forkeppni fyrir lokakeppni sem er 2023 og það er svolítið langt í það. Fínt væri því að losna við þessar forkeppnir. Ef við vinnum báða leikina sem eftir eru þá gæti það komið okkur upp um styrkleikaflokk fyrir næstu undankeppni EM,“ sagði bakvörðurinn snjalli, Sigtryggur Arnar Björnsson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert