Á að vera hægt að þjálfa börn án þess að brjóta þau niður

„Mér finnst að það þurfi að fara varlega í öllu sem snýr að börnum, hvor sem það er kennsla, þjálfun eða uppeldi,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, um heimildarmyndina Hækkum rána í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Heimildarmyndin fjallar um körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson og ellefu ára stúlknalið ÍR sem hann þjálfaði um tíma en myndin hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu.

„Mér finnst að það eigi ekki að vera einhver fórnarkostnaður innifalin í kennslu eða þjálfun,“ sagði Kara.

„Ég held að það eigi alveg að vera hægt að þjálfa ákveðna leikmenn, sem verða frábærir einstaklingar seinna meir, án þess að brjóta þá niður.

Mér fannst yfirlýsingin frá fræðslufólkinu okkar í akademíunni vega þungt í umræðunni og greinin frá Viðari og Hafrúnu var mjög góð,“ sagði Kara meðal annars.

Viðtalið við Margréti Köru í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is