Dani og Lithái til Íslandsmeistaranna

Callum Lawson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Þór í síðasta mánuði. Hann …
Callum Lawson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Þór í síðasta mánuði. Hann er á förum frá félaginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistararnir í körfuknattleik karla, Þór frá  Þorlákshöfn, eru að setja saman lið á ný fyrir næsta keppnistímabil eftir að tveir lykilmenn eru horfnir á braut.

Halldór Garðar Hermannsson gekk á dögunum til liðs við Keflvíkinga og Hafnarfréttir greina frá því að Callum Lawson ætli að reyna fyrir sér á meginlandinu.

Í staðinn eru komnir tveir erlendir leikmenn. Danski landsliðsmaðurinn Daniel Mortensen hefur samið við Þór en hann lék með sterkasta liði Dana, Bakken Bears, á síðasta tímabili. Hann er 26 ára gamall, 2,04 metrar á hæð, og leikur sem framherji. Áður spilaði hann með Real Murcia í spænsku B-deildinni, Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni og  Hörsholm í heimalandi sínu, ásamt því að spila með Wright State Raiders í bandarísku háskóladeildinni.

Þá hafa Þórsarar samið við litháíska leikmanninn Ronaldas Rutkauskas sem hefur spilað mikið í Frakklandi og Grikklandi. Hann er 29 ára gamall framherji, 2,03 metrar á hæð. Hann lék síðast með Lorient í frönsku C-deildinni, með grísku liðunum Koroivos og Iraklis, Jekabpils í Lettlandi, Pärnu í Eistlandi, Ourense í Portúgal, ETHA Engomis á Kýhpur, Tsmoki-Minsk í Hvíta-Rússlandi og með Stockholm Eagles í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert