Helena hélt uppi heiðri Hauka í Evrópubikarnum

Helena Sverrisdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Helena Sverrisdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Helena Sverrisdóttir skilaði sínu fyrir Hauka þegar liðið tók á móti Villeneuve D'Ascq í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Leiknum lauk með 84:41-stórsigri Villeneuve en Helena átti stórleik fyrir Hauka og var með tvöfalda tvennu, 13 stig og 13 fráköst.

Haukar byrjuðu leikinn illa og skoruðu einungis 9 stig gegn 26 stigum Villeneuve í fyrsta leikhluta. Hafnfirðingar skoruðu 11 stig í öðrum leikhluta og Villeneuve leiddi með 18 stigum í hálfleik, 38:20.

Haukar byrjuðu þriðja leikhlut líkt og þann fyrsta og skoruðu einungis 6 stig gegn 27 stigum Villeneuve. Haukar skoruðu þó 15 stig í fjórða leikhluta en lengra komust þeir ekki og öruggur sigur Villeneuve staðreynd.

Eva Margrét Kristjánsdóttir var næststigahæst í liði Hauka með 8 stig og tók þrjú fráköst og Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 6 stig ásamt því að taka fimm fráköst.

Haukar eru með 1 stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins, líkt og Brno, en Villieneuve og Tarbes eru með 2 stig.

Næsti leikur Hafnfirðinga er gegn franska liðinu Tarbes í Palais í Frakklandi, hinn 20. október.

Elísabeth Ýr Ægisdóttir skorar á móti portúgalska liðinu á Ásvöllum.
Elísabeth Ýr Ægisdóttir skorar á móti portúgalska liðinu á Ásvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Haukar 41:84 Villeneuve opna loka
99. mín. skorar
mbl.is