Reykjavíkurliðin komin í 2:0 

Zarko Jukic og félagar í ÍR eru komnir í 2:0 …
Zarko Jukic og félagar í ÍR eru komnir í 2:0 gegn Selfossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurliðin ÍR og Fjölnir eru komin í 2:0 í einvígjum sínum í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta.

ÍR vann Selfoss 90:78 á útivelli. ÍR, sem féll á síðustu leiktíð, færðist þar með skrefi nær því að fara beint aftur upp í efstu deild.

Staðan í hálfleik var 59:42 og voru ÍR-ingar áfram með undirtökin allan seinni hálfleikinn.

Lamar Morgan skoraði 28 stig fyrir ÍR og Hákon Hjálmarsson 24. Tykei Greene gerði 32 fyrir Selfoss og Birkir Hrafn Eyþórsson 15.

Meiri spenna var í leik ÍA og Fjölnis á Skaganum, en lokatölur urðu 88:80. ÍA var með 42:41-forskot í hálfleik, en með góðum þriðja leikhluta tókst Fjölni að snúa leiknum sér í vil og var staðan 64:54, Fjölni í vil, fyrir fjórða leikhlutann. Tókst ÍA ekki að jafna í lokaleikhlutanum.

Kennedy Clement og Lewis Diankulu gerðu 16 stig hvor fyrir Fjölni. Aamondae Coleman skoraði 21 fyrir ÍA og Srdan Stojanovic 17.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert