Grindavík fór illa með meistarana

Dedrick Basile úr Grindavík með boltann í kvöld.
Dedrick Basile úr Grindavík með boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík er komin í 1:0 í einvígi sínu gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi sigur í fyrsta leik í Smáranum í Kópavogi, 111:88, í kvöld.

Grindvíkingar náðu forskotinu snemma leiks og var staðan í hálfleik 56:42. Grindavík hélt áfram að bæta í forskotið í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 86:63.

Liðin skoruðu 25 stig hvort í fjórða leikhlutanum og Grindavík vann sannfærandi sigur og fara með 1:0-forskot í annan leikinn í Skagafirði.

Dedrick Basile skoraði 27 stig fyrir Grindavík og DeAndre Kane gerði 21. Jacob Calloway skoraði 18 fyrir Tindastól og Davis Geks 16 en þeir byrjuðu báðir á bekknum.

Grindavík 111:88 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert