ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

468 BSH15 ehf.

Stærðarflokkur Lítið
Röð innan flokks 30
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum
Starfsemi Önnur blönduð smásala
Framkvæmdastjóri Gerður Huld Arinbjarnardóttir
Fyrri ár á listanum Engin
Framúrskarandi 2020

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 141.696
Skuldir 26.555
Eigið fé 115.141
Eiginfjárhlutfall 81,3%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 1
Endanlegir eigendur 1
Eignarhlutur í öðrum félögum 1
Endanleg eign í öðrum félögum 1

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Önnur blönduð smásala

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Kynhvötin er hluti af mannlegu eðli

Gerður Huld hefur selt kynlístæki fyrir u.þ.b. milljarð frá því …
Gerður Huld hefur selt kynlístæki fyrir u.þ.b. milljarð frá því að hún stofnaði fyrirtækið. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Það eru líklega ekki margir kvenkyns framkvæmdastjórar þrjátíu ára og yngri á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki, en Gerður Huld Arinbjarnardóttir er ein þeirra. Hún segist hafa stofnað kynlífstækjafyrirtæki sitt Blush þegar hún var aðeins tuttugu og eins árs gömul. „Áður en ég stofnaði fyrirtækið hafði ég ekki unnið við neitt í líkingu við þetta. Ég renndi algjörlega blint í sjóinn. Auk þess hafði ég ekki hugmynd um hvernig ætti að reka fyrirtæki, hvað þá fyrirtæki með þrettán starfsmönnum sem vinna við það allan daginn að selja titrara, sleipiefni og önnur kynlífstæki. Ég kom sjálfri mér á óvart,“ segir Gerður.

Lærði á því að gera hlutina

Gerður er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf. „Ég prófaði menntaskóla en það hentaði mér ekki. Ég á ekki auðvelt með nám. Ég lærði frekar á því að gera hlutina. Það kostaði mig alls konar mistök, en ég lærði líka af þeim.“Áður en Gerður stofnaði Blush vann hún aðallega við ýmiss konar sölustörf. En hvernig fékk hún hugmyndina að því að fara út í kynlífstækjageirann?

Gerður Huld segir að námið hafi ekki átt vel við …
Gerður Huld segir að námið hafi ekki átt vel við sig. Hún læri mest á því að gera hlutina sjálf og það hafi orðið reyndin í rekstri fyrirtækisins. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

„Ég fór að bera Ísland saman við aðra markaði, og sá að það var gat á markaðnum á Íslandi. Hér voru engar flottar kynlífsvörur í boði. Í fyrstu var hugmyndin ekki að fara sjálf út í svona rekstur, en það æxlaðist þannig. Ég hugsaði sem svo að ef mér fyndist eitthvað vanta væri ekki ólíklegt að öðrum fyndist það líka. Einkenni á góðri viðskiptahugmynd er einmitt að átta sig á því að það sé raunverulegur skortur á vörunni.“

Hún segir að þegar hún hafi farið af stað hafi verið auðvelt að komast í samband við birgja úti í heimi og fá vörur sendar til landsins til að prófa. Í dag sé það erfiðara. „Birgjarnir voru mjög viljugir að vinna með mér. Það var mín upplifun. Fæst vörumerkin sem ég vildi selja voru til hér á landi, en í dag eru hins vegar flest þekktustu merkin komin á íslenska markaðinn.“

Spurð hvort einhverjar vörur henti Íslendingum betur en aðrar segir Gerður að Íslendingar leiti eftir gæðum og geri kröfur.

Fólk er mun opnara í dag

Spurð um umræðuna um kynlífstæki í samfélaginu segist Gerður finna mikinn mun nú og fyrir tíu árum þegar hún byrjaði með Blush. „Fólk er mun opnara í dag. Það áttar sig betur á að kynhvötin er hluti af mannlegu eðli. Fólk er orðið opnara fyrir því að krydda kynlífið til að viðhalda neistanum í sambandinu. Þar koma tækin einmitt sterk inn.“

En fyrir byrjendur í þessum efnum, hvaða tæki ætti par að byrja á að fá sér?

„Ég myndi mæla með einu tæki fyrir hann og einu fyrir hana, ef um er að ræða karl og konu. Til dæmis typpahring fyrir hann og eggi fyrir hana til að örva snípinn. Það er sígild byrjun. Það er mikilvægt þegar fyrsta tækið er valið að það sé einfalt og þægilegt, og upplifunin af notkuninni verði góð. Svo fer fólk í að kaupa sérhæfðari tæki í kjölfarið, þar sem leggöngin eru örvuð til dæmis. Það er staðreynd að 75% kvenna þurfa örvun á snípinn til að fá fullnægingu. Við leiðbeinum einstaklingum með píkur varðandi bestu leiðina í þeim efnum.“

Blush rekur nú glæsilegt verslunarrými í Kópavogi en stefnir á …
Blush rekur nú glæsilegt verslunarrými í Kópavogi en stefnir á flutninga á nýju ári. morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Spurð hvort fólk komi aftur og aftur, ef það á annað borð byrjar að kaupa kynlífstæki, segir Gerður svo vera. Sumir komi í hverjum mánuði, aðrir árlega. „Það fer eftir áhuga fólks. Stór hluti af fólki á aldursbilinu 18-55 ára á kynlífstæki.“

Rekstur Blush hefur gengið eins og í sögu, bæði nú á Covid-tímum og á síðustu árum. „Við höfum selt kynlífstæki fyrir meira en milljarð króna frá því við byrjuðum. Í ár sjáum við fram á 30% tekjuaukningu.“

Er aukningin út af því að fólk er meira heima hjá sér vegna kórónuveirunnar?

„Já, en líka út af öðru. Fyrirtækið verður sífellt þekktara og það eru alltaf að bætast við nýir viðskiptavinir. Þá erum við líka að læra meira inn á markaðinn og markaðurinn að læra meira inn á okkur.“

Netverslun er stór hluti af tekjum Blush. „Hún er svona 40% af veltunni. Heimakynningar eru 10-15% og svo er salan í búðinni það sem eftir stendur. Það kemur mörgum á óvart hvað búðin er stór hluti af sölunni.“ Á næsta ári ætlar Blush að flytja í nýja 860 fermetra verslun á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er verslunin í Hamraborg í Kópavogi í mun minna húsnæði.

Gerður segir að Blush sé mjög samkeppnishæf í verði við erlendar sambærilegar netverslanir.

Hvað heimakynningar varðar segir Gerður að þær hafi verið vinsælar, en vegna veirunnar og samkomutakmarkana vegna hennar hafi verið minna að gera á þeim vettvangi á þessu ári. Aukin velta í netverslun vegi þar upp á móti. „90% af þeim sem mæta á heimakynningar eru konur. Karlar mættu alveg bæta sig í þessum efnum.“

Gerður Huld var aðeins 21 árs þegar hún stofnaði fyrirtækið …
Gerður Huld var aðeins 21 árs þegar hún stofnaði fyrirtækið og hefur það vaxið og dafnað síðan. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Stefna á tvö þúsund jóladagatöl

Fram undan er stærsti verslunartími ársins, jólin. „Við erum að drukkna í jóladagatölum í versluninni eins og er. Við höfum alltaf selt á bilinu 1.200-1.500 dagatöl fyrir jólin en stefnum á tvö þúsund í ár. Í þessum dagatölum, sem kosta 24.990 krónur, er einn pakki fyrir hvern dag í desember fram að jólum. Þetta er í bland sleipiefni og kynlífstæki ýmiss konar. Það eru alls 8-9 kynlífstæki í dagatalinu. Þetta er tilvalið til að krydda kynlífið í desember. Ég fullyrði að dagatalið í ár er það flottasta sem við höfum verið með til þessa.“ Að lokum langar blaðamann að vita hver galdurinn er við að reka Framúrskarandi fyrirtæki. „Ég held að það sé bara að fylgja hjartanu og þora að fara út fyrir kassann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar