Nesfiskur kaupir skip

Nesfiskur ehf. í Garði hefur gert bindandi samning um kaup á Sæljóni RE 19, sem verið hefur í eigu Arnar Erlingssonar útgerðarmanns í Sólbakka ehf. Með í kaupunum fylgir svokallað Bugtarleyfi, flatfiskkvóti og rúmlega 40 tonna þorskkvóti að því er kemur fram á fréttavefnum Skipum.is.

Haft er eftir Bergþóir Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Nesfisks ehf. á Skipum.is að eigendaskiptin fari fram nk. föstudag. Sæljónið muni koma í stað Baldurs GK sem hefur verið lagt og veiða flatfiskkvóta beggja skipanna í Faxaflóa. Sæljón er einn hinna svokölluðu Kínabáta sem smíðaðir voru í Dalian í Kína og komu til landsins á árinu 2001. Báturinn var smíðaður fyrir Sæljón ehf. í Reykjavík, en Örn Erlingsson eignaðist hann í nóvember í fyrra og fylgdu allar veiðiheimildirnar, 275 þorskígildistonn, með í kaupunum.

Skip.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK