Tchenguiz kominn með rúm 5% í Exista

Nýir hlutir í Exista að nafnverði um 522 milljónir hafa verið skráðir á aðallista kauphallar OMX á Íslandi. Þá var tilkynnt um viðskipti með hluti í Exista vegna kaupa félagsins á hlutum í finnska fjármálarisanum Sampo.

Samkvæmt þeim samningi hefur félagið Glenalla Propertis Ltd. eignast 5,09% hlut í Exista en það er á vegum auðkýfingsins Roberts Tchenguiz, sem nýverið tók sæti í stjórn Exista. Félagið er skráð á Bresku jómfrúareyjunum. Það er sagt í meirihlutaeigu Investec Trust á Guernsey, fyrir hönd Tchenguiz Family Trust og er Robert Tchenguiz einn af rétthöfum sjóðsins. Markaðsvirði hlutar Tchenguiz og félaga í Exista er um 14 milljarðar króna.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir