Stefna Glitnis óbreytt þrátt fyrir eigenda- og forstjóraskipti

Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri.
Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri. mbl.is/ÞÖK
Nýir stjórnendur Glitnis, þeir Lárus Welding, forstjóri og Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður, lögðu áherslu á það á fundi með blaðamönnum nú síðdegis, að stefna bankans verði óbreytt þrátt fyrir mannaskiptin og miklar breytingar, sem nýlega urðu á eignarhaldi

Fram kom að bankinn mun áfram leggja áherslu á starfsemi á Norðurlöndum og í Bretlandi. Lárus sagði, að ekki stæði til að breyta starfseminni yfir í fyrirtækjabanka heldur verður stefnan óbreytt og byggt á þeim grunni, sem lagður hefur verið.

Bjarni Ármannsson, sem lét af starfi forstjóra í dag að eigin ósk, mun vinna með Lárusi á næstunni við að kynna fyrirtækið, m.a. til að mat erlendra matsaðila verði ekki skert. Sagði Bjarni, að dagurinn í dag hefði verið sérstakur en Glitnir hafi síðustu 10 árin haft gífurlega mikið vægi í lífi hans og hans fjölskyldu. Sagðist Bjarni líta til baka til þessara ára með gleði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir