FL Group með 3,24% hlut í Commerzbank

Fl Group hefur aukið við hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank en við lok síðasta ársfjórðungs átti félagið 3,24% hlutafjár í bankanum. Þar með er Commerzbank orðinn næststærsta einstaka eign FL Group. Við lok fyrsta fjórðungs ársins hafði félagið eignast 2,99% í þýska bankanum.

Líkt og við á um mörg evrópsk stórfyrirtæki hefur gengi Commerzbank lækkað töluvert í júlímánuði. | 2

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir