Guðný María ráðin í stað Hrannar hjá FLE

Guðný María Jóhannsdóttir
Guðný María Jóhannsdóttir

Hrönn Ingólfsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. í lok mars nk. og tekur Guðný María Jóhannsdóttir, sem verið hefur markaðsstjóri fyrirtækisins, við hennar starfi.

Guðný María er fædd árið 1980 og lauk B.S. prófi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið 2003. Guðný María hóf störf hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl 2004 sem verkefnastjóri á fjármálasviði. Í júní 2007 tók Guðný svo við starfi markaðsstjóra. Guðný María er í sambúð með Gunnari Agli Sigurðssyni rekstrarstjóra og saman eiga þau eitt barn.

Hrönn var ráðin til Flugstöðvarinnar í júlí 2002, fyrst sem forstöðumaður markaðssviðs, en tók við starfi framkvæmdastjóra á nýju viðskiptaþróunarsviði í nóvember 2006. Hrönn tekur við starfi framkvæmdastjóra Bensínorkunnar þann 1. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK