Verðbólgan 17,5% í Lettlandi

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, reyndist vera 17,5% í Lettlandi í apríl. Hefur ekki mælst jafn mikil verðbólga þar í landi í tólf ár en orkuverð hefur hækkað gríðarlega þar. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð þar sem verðbólga eykst í Lettlandi. Ekkert land innan Evrópusambandsins glímur við jafn mikla verðbólgu og Lettland.

Það land innan ESB sem er með næst mestu verðbólguna er Búlgaría en verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 14,2% þar í mars.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK