Eitthvað er rotið í Danaveldi

Fjárhagsstaða danska bankans Roskilde Bank er orðin svo slæm að bankinn hefur óskað eftir, og fengið neyðarlán frá danska seðlabankanum upp á 750 milljónir danskra króna, andvirði um 12 milljarða íslenskra króna. Ástæðan er sögð sú að bankinn muni þurfa að taka á sig stærri afskriftir vegna fasteignalána en vænst var. Í kjölfarið sagði Svenska Handelsbanken, einn stærsti banki Svíþjóðar ekki útlokað að hann myndi bjóða í danska bankann, að því er kemur fram á vef Børsen.

Annar danskur banki, Forstædernes Bank gaf í gær út afkomuviðvörun, en horfur eru á mjög lakri afkomu bankans á árinu 2008.

Fyrstir í formlega kreppu

Árið 2008 hefur leikið danskt fjármála- og efnahagslíf grátt, en í ársbyrjun keypti danski bankinn Sydbank allt hlutafé í keppinautnum Bank Trelleborg eftir að hlutabréfaverð hins síðarnefnda hrundi í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, en hagnaður hans árið 2007 var aðeins einn tíundi af áætluðum hagnaði. Þá varð danska hagkerfið það fyrsta innan Evrópusambandsins til að renna inn í formlegt kreppuástand í apríl, en það er skilgreint sem tveir samhliða ársfjórðungar þar sem samdráttur verður í vergri landsframleiðslu.

Danskir fjölmiðlar hafa sýnt þróun mála hér á landi mikinn áhuga og hafa gefið í skyn að hrun íslenska bankakerfisins sé á næstu grösum. Hugsanlega hefðu þeir betur litið sér nær, en bjálkinn í dönskum augum virðist vera í stærra lagi.

Í hnotskurn
» Samdráttur varð á vergri landsframleiðslu Danmerkur að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2007 og nam hann 0,2%.
» Á fyrsta fjórðungi þessa árs nam samdrátturinn 0,6% og samkvæmt skilgreiningu er kreppa því hafin þar í landi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK