Verðbólgan 14%

Útsölulok höfðu áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs
Útsölulok höfðu áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs mbl.is/ÞÖK

 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2008  hækkaði um 0,86% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,25% frá ágúst. Síðastliðna tólf mánuði  hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 14,7%. Er þetta minni hækkun en greiningardeildirnar viðskiptabankanna þriggja spáðu. Heldur hefur dregið úr verðbólgu milli mánaða en í ágúst mældist hún 14,5% en er 14% nú, miðað við tólf mánaða tímabil.

Þriggja mánaða verðbólga mælist 11,4%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,4% verðbólgu á ári (12,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Verð á fötum og skóm hækkaði um 11,2% (vísitöluáhrif 0,47%), aðallega vegna sumarútsöluloka. Verð á þjónustu hækkaði um 1,1% (0,30%). Þar af voru vísitöluáhrif af verðhækkun á opinberri þjónustu 0,08% og af verðhækkun annarrar þjónustu 0,22%.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,7% (-0,11%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,14% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,03%. Verð á nýjum bílum lækkaði um 1,8% (-0,14%).

Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil í 18 ár eða frá ágúst 1990 er hún var 14,2%.

Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja gerðu ráð fyrir að hækkunin nú næmi 1,1-1,2% og voru þær sammála um í spám sínum að ein helsta skýringin á hækkun vísitölu neysluverðs í september myndi að mestu skýrast af útsölulokum.

Samkvæmt spá greiningardeildar Landsbankans var gert ráð fyrir hækkun vísitölu neysluverðs upp á 1,1%. Telur greiningardeildin að verðbólgan hafi hefur að líkindum náð hámarki að sinni.

„Spá okkar gerir ráð fyrir að hún lækki jafnt og þétt á næsta ári. Hún verði komin niður í 5% á síðasta fjórðungi 2009 og niður fyrir 3% í lok árs 2010. Á árunum 2011 og 2012 mun verðbólgan sveiflast á bilinu 2 til 3%. Samkvæmt spá okkar næst verðbólgumarkmið Seðlabankans eftir rúmlega tvö ár,” að því er segir í verðbólguspá greiningardeildar Landsbankans frá því í gær.

Greiningardeild Kaupþings spáði einnig 1,1% hækkun vísitölunnar. Greiningardeildin gerir ráð fyrir tiltölulega hárri mánaðarhækkun í næstu mælingu í október og teljur að tólf mánaða verðbólga muni þá ná hámarki nálægt 15%. 

Greining Glitnis spáði mestri hækkun vísitölunnar nú eða 1,2%. Ekki kemur fram í spá greiningar frá því í gær hvert framhaldið verður en í verðbólguspá sem birt var þann 12. september sl. kom fram að verðbólgan muni haldast há í næsta mánuði, eða yfir 14% en næstu mánuði á eftir dregur svo rólega úr ársverðbólgunni.

Skór hækkuðu í verði á milli mánaða
Skór hækkuðu í verði á milli mánaða mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK