Nokia kaupir Oz

Merki Oz.
Merki Oz.

Stórfyrirtækið Nokia hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Oz, en frá þessu var greint í dag. Alls starfa um 220 manns hjá Oz, sem er með höfuðstöðvar í Montreal í Kanada. Oz er leiðandi fyrirtæki í samskiptalausnum fyrir farsíma, en fyrirtækið sérhæfir sig í því að gera vinsæl samskiptaforrit aðgengileg í farsíma.

Með kaupunum getur Nokia boðið viðskiptavinum sínum upp á vinsæl samskipta- og tölvupóstsforritum á borð við Gmail, ICQ, Hotmail, Windows Live Messenger, svo nokkur dæmi séu nefnd. Viðskiptavinir sem greiða fyrir þjónustu Oz eru um 5,5 milljónir. Með kaupunum vill Nokia efla stöðu sína á þessum markaði, sem fer ört vaxandi.

Búist er við því að að gengið verði endanlega frá kaupnum á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þá mun Oz tilheyra þjónustu- og hugbúnaðardeild Nokia, segir í tilkynningu á vef Oz og Nokia.

Stjórnarformaður Oz er Skúli Mogensen. Hilmar Gunnarsson, er einn stjórenda fyrirtækisins, en hann á jafnframt sæti í stjórn fyrirtækisins.

Höfuðstöðvar Nokia í Espoo í Finnlandi.
Höfuðstöðvar Nokia í Espoo í Finnlandi.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK