Hlutafjárútboð Marels skilaði 1,4 milljörðum króna

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food …
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. mbl.is/Brynjar Gauti

Hlutafjárboði Marel Food Systems lauk í gær. Alls bárust tilboð að nafnvirði 20.074.615 krónur á genginu 70, að andvirði 1.405.223.050  krónur, sem jafngildir 3,58% af heildarhlutafé félagsins.  Stjórn félagsins ákvað að taka öllum tilboðum sem voru að stærstum hluta frá lífeyrissjóðum. Tilgangur útboðsins var að styrkja fjárhag félagsins enn frekar og auka viðskipti með hlutabréf þess.


Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, lýsir yfir ánægju með góðar undirtektir fagfjárfesta í útboðinu í fréttatilkynningu. „Marel Food Systems er þakklátt fjárfestum fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt félaginu með þátttöku sinni í útboði þessu sem og í fyrri útboðum. Vart þarf að taka fram að skilyrði á fjármálamarkaði eru afar óvenjuleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK