Hlutabréfaveltan 29,3 milljónir króna

Hlutabréf Atorku hækkuðu um 70% í dag og er lokaverð ...
Hlutabréf Atorku hækkuðu um 70% í dag og er lokaverð þeirra 0,85 krónur. mbl.is/Golli

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,79% í Kauphöll Íslands í dag og er lokagildi hennar 654,59 stig. Veltan með hlutabréf nam 29,3 milljónum króna í dag. Atorka hækkaði um 70% og er lokagildi félagsins 0,85 krónur en veltan með hlutabréf Atorku er tæp ein milljón í dag. Bakkavör hækkaði um 26% en veltan er fimm hundruð þúsund krónur. Alfesca lækkaði um 5%, Icelandair 1,7%, Færeyjabanki um 1,6% og Marel um 0,7%.

Í Ósló hækkaði hlutabréfavísitalan um 8,68%, Kaupmannahöfn 3,65%, Stokkhólmur 4,64% og Helsinki 3,45%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hækkaði um 4,90%.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir